Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring1 Nóvember 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

6 ráð til að fá sem mest út úr námskeiði, starfsnámi eða iðnnámi

Stöður til skamms sem bjóða upp á starfsnám og vinnu verða sífellt vinsælli leiðir til að fara inn á vinnumarkaðinn. Árangursríkt starfsnám, þjálfun eða iðnnám getur farið langleiðina við að tryggja þér starf við hæfi. Hér veitum við þér nokkur gagnlegt ráð til að tryggja að þú fáir sem mest út úr þínu.

6 tips for getting the most out of a training course, internship or apprenticeship
Shutterstock

Óttastu ekki að gera mistök

Þú ert þarna sem starfsnemi, lærlingur eða iðnnemi til að læra. Samstarfsmenn þínir eru meðvitaðir um að þú búir ekki endilega yfir eins mikilli reynslu og þeir og ekki er gert ráð fyrir því að þú gerir allt fullkomið í fyrsta skipti. Óttastu ekki að taka að þér verkefni sem liggja utan þægindarammans – frumkvæði, atorka og að læra af mistökum sínum varpar mun bjartara ljósi á fólk en tregða við að taka þátt af ótta við mistök.

Lagaðu þig að vinnuanda fyrirtækisins

Fylgstu með háttsemi samstarfsmanna þinna og lagaðu þig að henni. Hvernig eru þeir klæddir? Eiga þeir í góðum samskiptum sín á milli? Um hvað tala þeir á skrifstofunni og hvað forðast þeir? En gættu þess að gleyma ekki að margir samstarfsmenn hafa unnið þarna töluvert lengur en þú eða eru með öðruvísi ráðningarsamning en þú svo þó að yfirmaður þinn fari snemma af skrifstofunni á hverjum degi getur verið að það sé ekki ásættanlegt að þú gerir slíkt hið sama!

Nýttu þér tækifæri til þjálfunar og til að auka hæfni þína

Ef þér býðst að sækja námskeið og auka hæfni þína skaltu ekki hika við það! Mörg fyrirtæki greiða fyrir námskeið starfsmanna sinna svo þeir geti bætt færni sína og þekkingu á sviðum sem tengjast starfshlutverki þeirra. Slíkt gæti ekki bara hjálpað þér við að standa þig betur í núverandi starfi heldur bætir ferilskrána þína og hjálpar þér við að auka færni þína til að komast lengra áleiðis á framabrautinni.

Bjóðstu til að taka að þér fleiri verkefni

Ef þú hefur tíma skaltu spyrja samstarfsmenn þína hvort það sé eitthvað sem þú getir hjálpað þeim við. Starfsnemar, sem eru jafnviljugir til að taka að sér lítil, hversdagsleg verkefnin og stór áhugaverð verkefni, eru þeir sem eru í mestum metum og líklegastir til að fá fastráðningu. Ef þér er sagt að það sé ekkert fyrir þig að gera skaltu ekki nota það sem afsökun fyrir leti – reyndu að finna út hvað þú gætir gert til að koma almennt að meira gagni. Hefur þú einhverjar hugmyndir sem þú telur að myndu hjálpa fyrirtækinu við að gera betur? Kannski gætir þú búið til sniðmát til að hjálpa til við að straumlínulaga tiltekið ferli eða búið til bækling með gagnlegum upplýsingum fyrir nýja starfsmenn? Ef þú sýnir fram á áhuga og sköpunargáfu og að þú hafir raunverulegan áhuga á árangri fyrirtækisins mun það auka traust samstarfsmanna á þér og hæfileikum þínum.

Þetta er ekki persónulegt

Ef þú ert ný/r á vinnumarkaði er oft auðvelt að missa dampinn með spurningum eins og „hvað finnst samstarfsmönnum mínum um mig?“, „Gerði ég ____ rétt?“ eða „Hvað átti ____ við með þessum tölvupósti?“. Mundu að allir eru þarna til að sinna ákveðnu starfi og þó að deilur komi upp varðandi tímafresti, forgangsmál og ákvarðanir eru þær (oftast) ekki persónulegar og endurspegla ekki álit fólks á þér sem einstaklingi.

Þetta þarf ekki að vara að eilífu

Í starfsnáminu, lærlingsstöðunni eða iðnnáminu getur verið að þú komist að því að sviðið eða fyrirtækið, þar sem þú vinnur, henti þér ekki. Það þýðir ekki að þú hafir sóað tíma þínum því það er jafnmikilvægt að komast að því hvað henti þér ekki og því hvað henti þér. Þú hefur samt öðlast færni og reynslu, sem þú getur notað annars staðar og sem mun líklega hjálpa þér við að landa störfum sem henta þér betur síðar á vegferðinni.

Við vonum að þessi ráð hjálpi þér við standa þig sem allra best í starfi!

Í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

FinnduEURESstarfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.