Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring19 Júlí 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion5 min read

6 skref við að hefja starfsframa erlendis: 3. hluti

Lokahluti ritraðar okkar tekur til skoðunar hin mikilvægu atriði sem þarf að íhuga þegar ráðgert er að flytja til útlanda og setjast að í nýju landi.

6 steps to starting a professional career abroad: Part 3
EURES

5. skref: Að flytja til útlanda

Það er stórt skref að flytjast til útlanda, en með skipulagningu er hægt að auðvelda umbreytinguna þannig að þetta ferli verður ekki jafn yfirþyrmandi.

Hvað þyrfti ég að hugsa um áður en ég flyt?

  • Ráðningarsamningur: Þú ættir að fá afrit af ráðningarsamningi þínum og staðfestingu á föstum mánaðarlaunum þínum áður en þú ferð.
  • Mikilvæg gögn: Taktu afrit af mikilvægum skjölum (t.d. vegabréfi, vátryggingum, fæðingarvottorði) þannig að þú getur tekið þau með þér þegar þú flytur.
  • Tungumálanámskeið: Sértu ekki nú þegar altalandi á tungumálinu þá skaltu íhuga að fara á námskeið í tungumáli gistilandsins (eða í því tungumáli sem þú kemur til með að nota dags daglega).
  • Bankareikningar: Hugsanlega viltu opna bankareikning í nýja landinu þínu (og verið getur að þú þurfir þess til að geta fengið greitt). Það borgar sig fyrir þig að rannsaka valkosti þína áður þannig að þú vitir hvar þú standir, og hvort hægt sé að tengja viðkomandi reikning við reikninginn þinn heima.
  • Tryggingar: Fáðu þér evrópskt sjúkratryggingakort (eða sambærilega tryggingu sértu ekki ríkisborgari í Evrópusambandinu) þannig að þú sért vel tryggð/ur. Það gæti komið sér vel að fjárfesta líka í ferðatryggingu.
  • Aðlögun: Hvar ætlar þú að búa? Komir þú því við væri gott að ganga frá húsnæði fyrir þig áður en þú byrjar í nýja starfinu. Sé þetta ekki hægt þá ættir þú að kynna þér hugsanlega valkosti og verð.
  • Almannatryggingar: Hafðu samband við almannatryggingastofnunina hjá þér áður en þú yfirgefur eigið land til að fá allar nauðsynlegar upplýsingar og nauðsynleg ESB eyðublöð. Einnig getur komið að gagni að kynna sér fyrirkomulag í nýja landinu þínu og formsatriði varðandi yfirfærslu almannatryggingaréttinda (t.d. félagslegar bætur, atvinnuleysisbætur).
  • Skattlagning: Viðkomandi yfirvöld í heimalandi þínu ættu einnig að geta veitt ráð um tvísköttunarsamninga við nýja landið þitt.
  • Fjölskylda: Þú og fjölskyldan þín hafa sömu réttindi og innlendir launþegar. Þetta þýðir að fjölskyldumeðlimir þínir geta fylgt þér til nýja landsins þíns, gengið í skóla og leitað sér að vinnu (með stuðningi EURES).
  • Menntakerfi: EURES Starfsfólk eru með mikið af upplýsingum um skólana og menntakerfið í nýja landinu þínu, og sama gegnir um heimasíður viðkomandi menntayfirvalda.

Hvað þyrfti ég að hugsa um rétt áður en ég flyt?

  • Reikningar og samningar: Gakktu úr skugga um að þú sért búin/n að ganga lögformlega og réttilega frá öllum samningssamböndum við þjónustuveitendur (t.d. gas, síma, vatn, internet)..
  • Sveitarfélagið: Verið getur að þú þurfir að tilkynna sveitarstjórn þar sem þú ert þegar þú flyst til útlanda.
  • Póstfang: Uppfærðu póstfangið á öllum viðkomandi vefsíðum og hjá öllum viðkomandi stofnunum.
  • Skattur og bætur: Sjáðu til þess að þú upplýsir skattyfirvöld og félagsmálastjórnsýsluna í heimalandi þínu um að þú sért að flytja á brott. 

6. skref: Að koma sér fyrir í nýju landi

Nýtt land felur í sér bæði áskorun og tækifæri. Það er margt sem þarf að huga að, þannig að við erum búin að taka saman nokkur þau atriði sem þú hugsanlega vilt setja í forgang.

  • Tryggðu þér húsnæði: Hafir þú ekki getað gengið frá þessu áður en þú komst til landsins þá ætti þetta að vera forgangsatriði. Vinnuveitandi þinn getur e.t.v. hjálpað þér en sé svo ekki getur þú byrjað á því að finna dvalarstað til bráðabirgða og leitað að stað til frambúðar eftir að þú ert búin/n að koma þér fyrir.
  • Hafðu skilning á þeim skilyrðum sem sett eru í lögum: Líklega eru ýmis lagaleg og stjórnsýsluleg formsatriði sem þú þarft að fara í gegnum til þess að geta komið þér fyrir í nýja landinu þínu. Mælt er með því að þetta sé rannsakað til þess að þú getir gert þér grein fyrir skyldum þínum.
  • Þekktu réttindi þín: Sem ESB/EES borgari þá ertu með sömu réttindi til almannatryggingabóta og innlendir launþegar (t.d. laun í veikindaleyfi, fæðingarorlof, lífeyrir), þannig að vertu viss um að þú notir þessi réttindi!
  • Opnaðu bankareikning: Vinnuveitandi þinn krefst þess líklega til að geta greitt þér launin og allir borgarar ESB eiga rétt á að opna grunnbankareikning í því landi þar sem þeir starfa.
  • Lærðu tungumálið: Sértu ekki nú þegar altalandi á tungumálinu þá er það mjög góð aðferð til að samlagast nýju landi - og til að kynnast nýju fólki sem kann að vera í sömu sporum.
  • Kynntu þér hvað er í boði varðandi samgöngur: Þú kemur líklega til með að ferðast til vinnu þannig að með því að finna út bestu samgönguvalkostina getur þú sparað þér tíma og peninga.
  • Sættu þig við menninguna: Jafnvel þó þú sért aðeins nýflutt/ur til nágrannalands, þá er oft munur á menningunni og því sem þú ert vanur/vön. Nýir staðir, ný hljóð, nýtt fólk... besta leiðin til að aðlagast nýjum aðstæðum er að sökkva sér í nýja umhverfið sem maður er í. Samstarfsmenn þínir, vinnuveitandi eða nágrannar geta líklega gefið þér ráð varðandi áhugaverðustu staðina og viðburði á svæðinu þar sem þú ert.
  • Leitaðu ráða: Það eru yfir 800 EURES starfsmenn sem eru tilbúnir til að veita ráð og aðstoð varðandi ýmiss konar viðfangsefni.. Hægt er að leita að viðkomandi starfsliði í nýja landinu þínu gegnum þann hluta sem fjallar um að búa og starfa gegnum EURES gáttina

Þú getur nálgast frekari upplýsingar um 5. og 6. skref gegnum EURES portal gáttina og ef þú vilt byrja á upphafi ritraðarinnar þá er hægt að nálgast 1. hluta og 2. hluta hér.

 

Tengdir hlekkir:

opna grunnbankareikning

þann hluta sem fjallar um að búa og starfa

EURES portal

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

FinnduEURESstarfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Atvinnudagar/viðburðir
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.