Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring12 Júlí 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

6 skref til að hefja starfsferil erlendis: Hluti 2

Annar hluti þriggja hluta raðar okkar kannar hvað þarf að athuga þegar sótt er um starf erlendis og veitir nokkrar leiðbeiningar varðandi undirbúning viðtals.

6 steps to starting a professional career abroad: Part 2
EURES

Skref nr. 3: Sótt um starf erlendis

Þegar þú hefur tekið ákvörðun um að starfa erlendis þá er tími til að leita að tækifærum til að sækja um!

Hvernig og hvar sæki ég um?

  • Setja upp leit: EURES leitarvélin ,Finna starf’ leyfir þér að leita að tækifærum eftir leitarorðum og settum skilyrðum. Síðan getur þú borið lýsingu á hæfni þinni við niðurstöðurnar til að sjá hversu vel þú passar við það sem vinnuveitandinn er að leita að.
  • Leitaðu að ákveðnum störfum: Þegar þú hefur fundið starf sem þér líkar við þá getur þú sótt beint um í gegnum EURES vefgáttina. Aðrar vefsíður, starfavefgáttir og fréttablöð hafa einnig atvinnuumsóknarkerfi á netinu og hafa upplýsingar um hvernig á að sækja um og hvern á að hafa samband við.
  • Búðu til þína ferilskrá á EURES: Eftir skráningu á EURES vefsíðunni getur þú búið til þína ferilskrá á netinu eða hlaðið ferilskrá sem þú átt þegar upp til EURES vefgáttarinnar. Þín ferilskrá verður síðan aðgengileg hugsanlegum vinnuveitendum og starfsfólki EURES sem eru að hjálpa vinnuveitendum við að finna þá sem koma til greina fyrir störf.
  • Verið hvatvís: Hugsanlega er ákveðið fyrirtæki sem þú vilt vinna fyrir. Hvatvísar umsóknir geta stundum opnað hurðir sem þú vissir ekki einu sinni að væru til (atvinnurekendur birta ekki öll laus störf). Almennt er ráðlagt að senda markvissa ferilskrá og umsóknarbréf.

Hvernig skrifa ég ferilskrá mína?

  • Notið Europass: Það er góð hugmynd að nota Ferilskrárforsnið Europass því það gerir mögulegan samanburð milli landa á hæfni þinni og reynslu. Forsniðið er tiltækt í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og hentar bæði fyrir þá sem útskrifast úr verknámi og háskólanámi.
  • Sérsníddu ferilskrá þína: Nauðsynlegt er að aðlaga ferilskránna þína að þeirri stöðu sem þú ert að sækja um. Legðu áherslu á ákveðna reynslu og hæfni sem uppfylla þarfir atvinnurekandans og þannig gefur þú skýra mynd af því hvers vegna þú ert rétti einstaklingurinn fyrir starfið.
  • Hafðu það einfalt: Ráðningaraðilar munu ekki hafa mikinn tíma til að fara yfir ferilskrá þína. Að takmarka hana við tvær blaðsíður, nota stuttar setningar og hafa einungis viðkomandi upplýsingar með mun hjálpa að gefa það skýrt og skorinort til kynna hvað þú hefur upp á að bjóða.
  • Farðu yfir það sem þú skrifaðir: Þú skalt alltaf lesa yfir það sem þú settir í ferilskrá þína til að vera viss um að það séu engin mistök. Notaðu orðabók ef þú skrifar á öðru tungumáli eða leitaðu aðstoðar.
  • Meðmæli: Það er venja í mörgum löndum að útvega meðmæli sem hluta af ferilskrá þinni (þ.e. nafn og samskiptaupplýsingar einhvers sem getur staðfest upplýsingarnar sem þú hefur sett í ferilskrá þína). Ef þú innifelur meðmæli vertu þá viss um að hafa beðið um leyfi fyrst.

 Hvernig skrifa ég umsóknarbréf mitt?

  • Kynntu sjálfa(n) þig: Venjulega samanstendur umsókn af ferilskrá og umsóknarbréfi (nema sérstakt umsóknareyðublað sé útvegað). Umsóknarbréfið er tækifæri til að kynna sjálfa(n) þig og sýna fram á áhuga þinn á stöðunni.
  • Hafðu það stutt: Eins og með ferilskránna skaltu hafa umsóknarbréfið stutt, að hámarki eina blaðsíðu, og einbeita þér að aðalatriðunum.
  • Skipulegðu efni þitt: Texti þinn ætti að vera u.þ.b. fjórar málsgreinar sem hver um sig beinir athyglinni að mismunandi lykilatriði. Það getur verið gott að nálgast þetta á eftirfarandi hátt:
    1. Lýstu yfir áhuga þínum á starfinu og útskýrðu hvar þú fékkst að vita af því.
    2. Útskýrðu hvers vegna þú hefur áhuga og hvernig þú uppfyllir skilyrðin.
    3. Legðu áherslu á nokkur atriði varðandi faglega eða persónulega hæfni sem auka gildi umsóknar þinnar.
    4. Taktu fram að þú sért tiltæk(ur) fyrir viðtal og gætir útvegað viðbótarupplýsingar eða skjöl til stuðnings ef beðið er um það.

Hvaða tungumál á ég að nota?

  • Skrifaðu á tungumáli vinnuveitandans eða tungumáli atvinnuauglýsingarinnar: Ef það er ekki að öðru leyti tilgreint í atvinnuauglýsingunni þá er þetta alltaf besti valkosturinn. Enska er oft viðurkennd sem tungumálið fyrir samskipti milli landa vegna atvinnu.
  • Útskýrðu hæfni þína: Ef þú skrifar á öðru tungumáli vertu þá viss um að þú útskýrir afrek þín á þann hátt sem lesandinn mun skilja (með sambærilegum dæmum frá landi atvinnuveitandans ef það er mögulegt).

Hluti nr. 4: Viðtalsferlið

Ef atvinnuumsókn þín bar árangur þá verður þér væntanlega boðið til viðtals. Að mörgu þarf að huga þegar viðtal er undirbúið og því höfum við brotið þetta niður í lykilatriðin.

Hvernig undirbý ég mig fyrir viðtal?

  • Kynntu þér hlutina: Að sýna þekkingu á fyrirtækinu og geta svarað eða spurt spurninga um það er frábær leið til að sýna áhuga þinn. Vertu sömuleiðis viss um að þú hafir kynnt þér starfshlutverkið vandlega og getir mátað hæfni þína og reynslu við hæfnina sem starfið krefst.
  • Deildu tungumálahæfni þinni: Sá sem tekur viðtalið vill væntanlega meta hversu vel þú getur tjáð þig á tungumáli landsins. Notaðu orðaforða þinn eins vel og þú getur og ef þér reynist þetta erfitt skaltu sýna vilja þinn til að bæta þig (þ.e. fara á tungumálanámskeið).
  • Undirbúðu nokkur dæmi: Hvaða spurninga sem spyrjandinn mun spyrja þá er líklegt að þú þurfir að vísa til aðstæðna þar sem þú hefur sýnt ákveðna hæfni, eins og getuna til að takast á við krefjandi verkefni eða taka frumkvæði. Að undirbúa þessi dæmi fyrirfram getur hjálpað þér að minnast á þau á auðveldan hátt í viðtalinu.
  • Vertu sjálfsörugg(ur): Þótt þú undirbúir þig vel fyrir viðtalið verður þú líklega spurð(ur) allavega einnar snúinnar eða óvæntrar spurningar. Reyndu að vera róleg(ur), gefðu þér smástund til að hugsa og, það sem mikilvægast er, vertu hreinskilin(n). Ef þú veist ekki svarið skaltu segja það en á sama tíma útskýra hvernig þú myndir reyna að finna svarið eða lausnina.
  • Sýndu að að þú sért liðsmaður: Hópvinna er það mikilvægasta hjá öllum fyrirtækjum og vinnuveitendur meta mikils hæfni í henni. Vertu því viss um að þú leggir áherslu á fyrri þátttöku þína í árangursríkri hópvinnu.
  • Hugaðu að laununum: Það er góð hugmynd að komast að því hver er meðal launataxtinn fyrir sambærilega atvinnu í landinu sem þú ætlar að flytja til þannig að þú vitir hverju búast má við. Það sama gildir um samningsbundið fyrirkomulag og vinnulöggjöf. Hér getur komið til hjálpar hlutinn um búsetu og starfsskilyrði á EURES vefgáttinni auk starfsfólks EURES.

Hvaða skjöl ætti ég að taka með mér í viðtalið?

  • FERILSKRÁ: Ef það er mögulegt hafðu þá meðferðis afrit á tungumáli vinnuveitandans og á ensku.
  • Skírteini: Þetta felur í sér skírteini fyrir háskólagráður, tungumálanámskeið og alla aðra viðkomandi hæfni.
  • Þýdd prófskírteini: Sum störf eins og í opinbera geiranum gætu krafist þess að þú hafi vottaða þýðingu á réttindum þínum. Þetta er venjulega fáanlegt hjá menntastofnun þinni eða viðkomandi atvinnugrein.
  • Auðkenningarskjöl: Hafðu meðferðis vegabréf þitt eða auðkenniskort og, ef mögulegt er, fæðingarvottorð þitt.
  • Sjúkratrygging: Það getur verið gagnlegt að hafa Evrópska sjúkratryggingarkortið þitt (eða annað sjúkratryggingarkort ef þú ert ekki frá ESB-landi) þannig að þú getir greitt óvæntan sjúkrakostnað.
  • Vegabréfsljósmyndir: Að hafa eina eða fleiri vegabréfsmynd er frábær hugmynd þar sem það hjálpar til við auðkenningu.
  • Meðmæli: Þótt þeirra sé ekki alltaf krafist þá geta meðmæli frá fyrri atvinnuveitendum eða menntastofnun þinni hjálpað þér að standa út úr fjöldanum.

Þú getur fræðst meira um skref þrjú og fjögur á EURES vefgáttinni og ef þú vilt byrja frá byrjun þá er hægt að finna hluta eitt (þ.m.t. skref eitt og tvö) hér. Vertu vakandi fyrir lokahluta þessarar raðar, sem verður gefin út á komandi vikum. Efni til umræðu verður flutningur til útlanda og það að setjast að í nýju landi.

 

Tengdir hlekkir:

,Finna starf’

skráningu á EURES vefsíðunni

Ferilskrárforsnið Europass

búsetu og starfsskilyrði

á EURES vefgáttinni

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu EURESstarfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
Ábendingar og ráðAtvinnudagar/viðburðirUngmenni
Tengdir hlutar
Hjálp og aðstoðBúseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.