Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring14 Desember 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

5 ábendingar fyrir skilvirkari vinnu

Skilvirk vinna hefur mikinn ávinning í för með sér. Þú kemur ekki bara yfirmanni þínum þægilega á óvart, heldur gætirðu líka losað tíma svo þú getir tekið yfir verkefni sem þú hefur sérstakan áhuga á. Best er að skilvirk vinna hjálpar til við að draga úr streitu og auka trú á eigin getu!

5 tips for working efficiently
EURES

Nýjasta grein okkar skoðar hvernig hægt er að vinna á skilvirkari hátt og gefur þér nokkrar ábendingar til að koma þér af stað...

Skipulegðu og forgangsraðaðu

Vinnustaðir geta verið yfirþyrmandi. Mikill hávaði, mikið af fólki sem krefst tíma þíns, mikið að gera áður en degi líkur. Ef þú skipuleggur tíma þinn getur það hjálpað þér að einbeita þér og vinna eins vel og þú getur. Hvernig væri að byrja daginn á að skoða hvaða verkefnum þú þarft að ljúka og finna síðan hvernig best er að nálgast þau og í hvaða röð? Notaðu lista, verkfæri og tækni til að gera þetta á auðveldan og fljótlegan hátt. Skipulag gerir þér ekki bara kleift að forgangsraða á skilvirkan hátt, heldur getur það einnig dregið úr hverskonar kvíða sem þú gætir fundið fyrir þegar þú þarft að halda mörgum verkefnum á lofti í einu.

Notaðu dagatal

Dagatal er besti vinur þinn þegar kemur að því að skipuleggja vinnuálag þitt og vinnu á skilvirkan hátt. Merktu hjá þér alla fundi og mikilvæga skilafresti til að tryggja að þú missir ekki af neinu. Ef þú tekur frá tíma fyrir öll verkefni sem þér hafa verið falin geturðu séð hvar þú hefur lausan tíma til að hjálpa einhverjum og hvenær þú gætir þurft á aðstoð að halda.

Ef þú notar tölvupóstkerfi eins og Microsoft Outlook þá ertu með innbyggt dagatal sem bíður þess bara að það sé fyllt inn í það. Slík forrit eru einnig með allskonar aðra eiginleika sem hjálpa þér að vinna á skilvirkan hátt, passaðu því að kíkja á þá.

Notaðu öpp á réttan hátt

Við höfum þegar talað um öpp sem geta gert vinnudaginn skilvirkari, en það er eitt að þekkja þau og annað að nota þau á hverjum degi. Taktu þér tíma til að samþætta öppin inn í vinnuna þína; tíminn sem fer í það í upphafi gæti haft mikil og góð áhrif til framtíðar.

Fáðu fulla verklýsingu

Hvar sem þú vinnur eru líkur á að þú fáir verkefni frá öðru fólki. Ef þau segja þér allt sem þú þarft að vita er það frábært. En ef þau gera það ekki skaltu ekki hræðast að spyrja. Passaðu að þú skiljir hvers er vænst af þér, það minnkar tímann sem fer í að fara fram og til baka og reyna að fá þessi smáatriði á hreint. Þetta eykur ekki aðeins skilvirkni þína, heldur líka skilvirkni kollega þinna!

Taktu þér tíma til íhugunar

Sjálfsskoðun og sjálfsmat eru mikilvægur hluti vinnunnar. Ef þú tekur þér augnablik til að hugsa um það sem hefur áorkast á hverjum vinnudegi – eða vinnuviku, ef það hentar betur – gerir það þér kleift að sjá það sem gekk vel, það sem gerði það ekki, og hvar þú getur bætt þig í framtíðinni. Þessi aðferð veldur aukinni framleiðni og skilvirkni og þess vegna borgar sig virkilega að taka sér tíma í hana.

Hafðu frumkvæði

Þó það sé mikilvægt að biðja um hjálp þegar þú þarfnast hennar, koma líka stundir þegar þitt eigið frumkvæði gæti verið svarið. Ef þú ert ekki viss um hvernig eitthvað er gert, af hverju eyðirðu þá ekki nokkrum mínútum í að reyna að finna út úr því? Netið er frábær staður til að leita sér upplýsinga, ábendinga og leiðbeininga, og þú uppgötvar oft að einhver annar hefur átt við sama vandamál að stríða – og fundið lausn sem þú getur prufað. Það getur verið mjög ánægjulegt að leysa úr svona vandamáli sjálf(ur) og það eykur einnig kunnáttu þína og þekkingu sem getur komið þér til góða í framtíðinni.

Ertu að leita að fleiri ábendingum eða leiðum til að hjálpa þér að ná árangri á vinnustaðnum? Kíktu á 5 ábendingar fyrir nýjan lærling eða starfsnema og hvernig kemur þú vel fyrir... Á fyrstu tveimur vikunum.

 

Tengdir hlekkir:

aðra eiginleika sem hjálpa þér að vinna á skilvirkan hátt

öpp sem geta gert vinnudaginn skilvirkari

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.