Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring26 September 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

5 ábendingar til að gera ferilskrá þín aðgengilegri

Ferilskrár. Curriculum vitae. Starfsferilsskýrslur. Það skiptir ekki máli hvað þú kallar þær, þær hafa einn tilgang: að kynna þig, þekkingu þína og kunnáttu – og sannfæra ráðningarstjóra að þú sért þess virði að fá þig í viðtal. Það eru margar útgáfur til af hinni fullkomnu ferilskrá, hvaða upplýsingar ættu að vera með, hvernig hún ætti að vera uppsett... frekar en að tyggja upp gamla tuggu ætlum við að skoða yfirliggjandi þemu til að hjálpa þér að gera það sem þú hefur aðgengilegra.

5 tips for streamlining your CV
EURES

Gerðu hana stutta og skorinorða.

Hvort sem þú sækir um iðnnám, lærlingsstöðu, eða vinnu, er líklegt að ferilskrá þín sé í samkeppni við margar aðrar. Þú vilt alls ekki að upptekinn ráðningarstjóri fletti bara í gegnum fyrstu blaðsíðurnar af nosturssamri átta blaðsíðna ferilskrá þinni, eða, verst af öllu, kíki ekki einu sinni á hana því hún er svo löng. Hafðu hana stutta og skorinorða – tvær blaðsíður er almennt álitin passleg lengd – og passaðu að ráðningarstjórinn finni auðveldlega mikilvægustu upplýsingarnar um þig og reynslu þína.

Hafðu hana viðeigandi

Spurðu sjálfa(n) þig: Hvað þarf þessi ráðningarstjóri að vita? Það er örugglega annað en síðasti ráðningarstjóri, þannig að þú skalt færa hlutina til, taktu annað út og hafðu bara með það sem skiptir máli. Og mundu að þó að það að þér finnst gaman að elda og hlusta á tónlist, er það líklega ekki eitthvað sem ráðningarstjórinn hefur áhuga á, nema þú sért að sækja um starf í veitingabransanum eða tónlistariðnaðinum. Notaðu þetta mikilvæga pláss fyrir eitthvað sem sýnir að þú hentir starfinu sem er í boði.

Verðu sjálfsörugg(ur), en raunhæf(ur)

Það getur verið vandasamt að hæla sjálfum sér – of mikið og þú hljómar hrokafull(ur), með óraunhæf afrek sem ráðningarstjóranum gæti fundist hljóma ósatt. Of lítið og þú fellur kannski í skuggann og ert bara enn ein ferilskráin í langri röð. Passaðu að það sem þú skrifar sýni kunnáttu þína og reynslu, en sé líka raunhæft og þú getir stutt það í viðtali.

Leggðu áherslu á það sem þú afrekaðir, ekki bara það sem þú gerðir

Það getur verið auðvelt að detta í það að telja bara upp reynslu þína, án samhengis eða árangurs. Reynsla er frábær, en hún segir ráðningarstjóranum ekkert um það sem þú hefur raunverulega afrekað eða það sem þú hefur lagt fram á vinnustaðnum.  Ef þú hefur átt þátt í að koma með ný viðskipti til fyrirtækisins, hvaða ávinning hafði það í för með sér? Ef þú hefur tekið þátt í þjálfunarferli, hvaða áhrif hafði það? Svona upplýsingar sýna ráðningarstjóra hvaða aukið gildi þú kemur með.

Sérsníða, sérsníða, sérsníða

Fyrir ráðningarstjóra er ekkert meira fráhrindandi en að lesa um hvernig þig hefur alltaf langað til að vinna í bifreiðaiðnaðinum... Þegar þú ert að sækja um starf hjá lyfjafyrirtæki. Passaðu að svara því sem leitað er eftir í starfsauglýsingunni og að sérsníða ferilskránna í samræmi við það.

Gangi þér vel með að aðlaga ferilskránna og ef þig vantar góð ráð um hvernig þú getur skrifað fullkomið kynningarbréf eða hvernig þú neglir viðtal, erum við með lausnina.

 

Tengdir hlekkir:

hvernig þú getur skrifað fullkomið kynningarbréf

hvernig þú neglir viðtal

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
Ábendingar og ráðNýliðunarstraumarUngmenni
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.