Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring18 September 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

5 ráð til að búa til blómstrandi vinnustað

Starfsfólk þitt er hjarta fyrirtækisins eða samtakanna. Hvort sem þú ert með tvo eða tvö hundruð, er starfsfólk þitt þau sem keyra fyrirtækið áfram og hjálpar þér að ná markmiðum þínum. Þó að stundum sé erfitt að halda jafnvægi á milli ánægju starfsmanna og þarfa og krafna fyrirtækisins – og þú munt ekki geta gert öllum til geðs alltaf – höfum við sett saman nokkrar uppástungur sem hjálpa þér að láta vinnustaðinn blómstra...

5 tips for creating a thriving workplace

Skapaðu gott starfsumhverfi

Enginn vill vinna á drungalegum og andlausum vinnustað. Hvernig væri að setja smá lit í umhverfið? Plöntur? Mjúk húsgögn? Sérstök pásusvæði eða þægileg starfsmannaherbergi þar sem starfsfólkið getur farið og slakað á og spjallað í pásum getur líka verið góð leið til að halda starfsandanum góðum, og einnig skaltu passa að aðstaðan passi við fjölda starfsmanna.

Hlustaðu á starfsfólkið

Kannanir meðal starfsfólks geta hjálpað þér að tengjast starfsfólkinu og komast að því hvað þau eru að hugsa – en þær eru bara gagnlegar ef þú framkvæmir í samræmi við niðurstöðurnar. Þú munt alltaf fá bæði jákvæða og neikvæða svörun, en ef það koma upp endurtekin þemu þá bendir það til að það séu sérstök svæði sem má bæta. Og ef starfsfólkið sér að þú leggir þig fram við að takast á við vandamál sem það hefur haft orð á, mun það vekja trúnaðartraust og sýna þeim að þú virðir skoðanir þeirra.

Vertu jafn gegnsær og hægt er

Í rekstri verða breytingar og stjórnendur taka ákvarðanir á hverjum degi. En þegar þessar ákvarðanir hafa bein áhrif á starfsfólk þitt, er hætta á að því finnist komið aftan að sér og það verður óvisst ef það sér bara lokaniðurstöðuna. Þó að ekki sé hægt að deila öllum hliðum stjórnunarinnar með starfsfólkinu getur það að leyfa þeim að skilja hvernig og af hverju ákvörðun var tekin (þar sem það er hægt) hjálpað við að fullvissa það og uppræta áhyggjur sem það gæti haft.

Styddu þjálfunar og búnaðarþarfir

Um leið og fyrirtæki er orðið visst stórt er ómögulegt fyrir jafnvel besta stjórnunarteymi að vita hvað felst í hlutverki allra starfsmanna. Þess vegna er mikilvægt að treysta á mat starfsmanna þegar kemur að þörf þeirra fyrir þjálfun, vélbúnað og hugbúnað. Ef einhver biður um sérstakt verkfæri eða hugbúnað, er líklega mjög góð ástæða fyrir því – kannski gerir það viðkomandi skilvirkari eða leyfir þeim að takast á við erfiðari verkefni. Þó að augljóslega þurfi að taka tillit til efnahagsreiknings fyrirtækisins, getur það borgað sig að fjárfesta í þörfum starfsfólks þíns til langs tíma litið.

Gefðu umbun og bónusa

Talandi um umbun, það er mikilvægt að bjóða starfsfólki þínu hvatningu til að vinna jafn vel og það getur, og bera kennsl á það þegar þau gera það. Markmiða-, bónusa- og umbunaráætlanir eru frábærar leiðir til að auka framtakssemi starfsfólk þíns og gefa þeim eitthvað augljóst til að vinna að. Það sýnir líka að þú kunnir að meta vinnu þeirra og skuldbindingu þeirra við fyrirtækið, sem getur aukið tryggð starfsfólksins á móti.

Svona er það – fimm ráð sem hjálpa þér að halda starfsfólkinu ánægðu og vinnustaðnum blómstrandi. Og ef þú hefur líka áhuga að auka skilvirkni skaltu passa að kíkja á 5 öpp sem gera þig skilvirkari í vinnunni til að fá gagnleg ráð sem þú getur komið áfram til starfsfólksins.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
Ábendingar og ráð
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.