Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring18 Júlí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

5 öpp fyrir skilvirkari vinnudag

Ertu tilbúin(nn) til að gera hvern dag aðeins auðveldari fyrir þig og vinnufélaga þína? Náðu í þessi ókeypis öpp núna!

5 apps for a more effective workday

Sven Dahlin frá Svíþjóð er framkvæmdastjóri rekstrar fyrir North-West Europe hjá Global Savings Group og CupoNation. Hann lifir og hrærist í skilvirkni á skrifstofunni og í þessari grein kynnir hann fimm af uppáhalds öppunum sínum til að spara tíma á meðan á vinnudeginum stendur.

1. TINY SCANNER

Þetta app gerir skönnun á skjölum (eða því um líku) afar auðveld með því að gera þér kleift að nota myndavélina á snjallsímanum. Þú tekur bara myndir af skjölunum sem þarft að skanna og Tiny Scanner sér um að klippa þau í rétt snið, og breyta ljósastillingum og setja þau öll saman í PDF-skjal. Að lokum ákveður þú bara hvort þú vilt geyma það eða deila því.

Gæðin sem Tiny Scanner býður upp á eru meira en nóg fyrir allt frá samningum til kvittana, og tenging þess við deili-öpp – allt frá WhatsApp til Dropbox – gerir Tiny Scanner virkilega auðveldari og skilvirkari valkost heldur en notkun á gamaldags skanna.

Frekari upplýsingar:

appxy.com/tinyscan

Náðu í ókeypis:

iTunes

Google Play

2. TODOIST

Allir eru með þessi litlu verkefni sem þeir þurfa að muna að gera einhvern tímann yfir daginn eða vikuna, en eru ekki með sérstakan tímaramma. Frekar en að yfirfylla venjulega vinnudagatalið þitt, getur app eins og Todoist verið góður valkostur. Settu verkefnin inn í Todoist og þú færð tilkynningu um það sem þú þarft að gera „í dag“ á hverjum morgni. Þegar þú hefur lokið verkefninu, merkir þú það bara sem lokið. Það er auðvelt að færa verkefni til, fresta þeim til næsta dags eða næstu viku, og þú getur líka flokkað þau í t.d. persónuleg og vinnutengd.

Frekari upplýsingar:

en.todoist.com

Náðu í ókeypis:

iTunes

Google Play

3. TRELLO

Þetta er fullkomið app til að samstilla verkefni sem margir eru að vinna að á sama tíma. Trello auðveldar mjög að sjá hversu langt þú ert kominn með mismunandi verkefni, hver ber ábyrgð á mismunandi hlutum verksins og hvað gerist næst.

Appið auðveldar líka þér og vinnufélögum þínum að hafa góða yfirsýn yfir verkefnin, sem gerir verkferlið 10 sinnum snurðulausara fyrir alla sem taka þátt í því.

Frekari upplýsingar:

trello.com

Náðu í ókeypis:

iTunes

Google Play

4. OFFICE SYNDROME

Þetta app (eða svipuð) ættu allir stjórnendur að ráðleggja undirmönnum sínum. Hvers vegna? Nauðsynlegt er að stunda einhverja hreyfingu á meðan á vinnudeginum stendur. Bæði til að vera skilvirkari og stuðla að betri heilsu. Nei, við erum ekki að tala um að fara út að hlaupa í hádegismatnum, heldur einfaldar teygjuæfingar sem allir geta gert. Office Syndrome gefur þér viðvörun þegar kominn er tími á teygjur og þú ákveður hversu oft á dag þú vilt teygja á.

Náðu í ókeypis:

Google Play

5. DROPBOX

Dropbox er vinsælt app sem leyfir þér að geyma allar skrárnar þínar á öruggan hátt í „skýinu“, með aðgang að þeim hvar sem er, hvenær sem er, hvort sem það er í tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni. Með skýinu er átt við að skrárnar þínar eru ekki geymdar á staðnum í tækinu þínu, heldur á netþjónum sem Dropbox á. Þetta er nútímaútgáfan af ytri hörðum diski.

Ókeypis útgáfan kemur með 2 GB af geymsluplássi, en mörg fyrirtæki kaupa viðskiptareikninga fyrir starfsmenn sína, sem eru með ótakmarkað pláss. Hverskonar reikning sem þú hefur gerir Dropbox þér auðvelt að vinna saman að mismunandi verkefnum – t.d., með Trello.

Frekari upplýsingar:

dropbox.com

Náðu í ókeypis:

iTunes

Google Play

 

Tengdir hlekkir:

Global Savings Group

CupoNation

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.