Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring11 Júlí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

300 lítil og meðalstór fyrirtæki finna fullkomna starfskrafta með aðstoð skiptiþjónustu

Skiptiþjónustu var komið á laggirnar til að auðvelda starfsmannaskipti yfir landamærin milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja, allt frá snyrtistofum til upplýsingatækni og lögfræðinga.

300 SMEs find perfect match through exchange scheme

MobiliseSME er sniðið að litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja víkka út starfssvið sitt og mynda breiðari tengsl; sem og að starfsmönnum sem eru opnir fyrir hugmyndina að fá þjálfun á meðan þeir starfa erlendis.

“Þessi reynsla getur virkilega bætt atvinnuhorfur starfsmanna, með því að veita þeim einstaka þjálfun og gera þeim kleyft að mynda sambönd í öðrum löndum sem nýtist þeim svo þegar þeir snúa aftur til starfa í heimalandi sínu,” segir Stefan Moritz, framkvæmdastjóri Félagi Evrópskra Frumkvöðla CEA-PME, sem er helsti samstarfsaðilinn í verkefninu.

Meira en 300 fyrirtæki skráðu sig í byrjunarverkefnið, sem var hleypt af stokkunum í nóvember og stóð fyrir starfsmannskiptum fram í júní. Þátttakendur skráðu sig, settu inn upplýsingar um sig og leituðu að fullkomnum skiptifélaga fyrir þarfir sínar, byggt á staðsetningu, tungumáli og atvinnugeira.

Jim Deves, er frumkvöðull í upplýsingatæknifyrirtækinu TheRightClick.gr, sem staðsett er í Grikklandi. Hann sér MobiliseSME sem frábært tækifæri til að þróa tengslanetið sitt og deila þekkingu sinni með nýjum samstarfsaðilum frá Grikkalandi.

Hann hóf samstarf með þýsku fyrirtæki, CCVossel, fyrirtæki frá Eistlandi, Nikitech,en bæði þessi fyrirtæki sérhæfa sig í þróun lausna á upplýsingatæknisviðinu. Jim hefur starfað með Nikitech í öðrum verkefnum og lagði til starfsmannaskipti milli fyrirtækjanna. Og hann var ánægður þegar hann fann nýjan samstarfsaðila, CCVosssel, í gegnum MobiliseSME.

Í byrjun júní, tók TheRightClick.gr á móti Jaan Tohver frá Eistlandi, sem er sérfræðingur í smáforritum, sem og hugbúnaðarsérfræðingnum Vincent Petritz frá CCVossel. Þeir hafa sameinað þekkingu sína til að þróa upplýsingatækni og þeir hafa rætt um það hvernig best er að skiptast á upplýsingum um starfshætti og nýjar nálganir á sviðinu.

“Þetta er búin að vera áhugaverð reynsla, bæði á persónulegu og faglegu sviði,” segir Jim. “Ég lærði hverning aðrir Evrópubúar starfa og hvernig viðskipti fara fram í öðrum löndum. Og núna erum við með viðskiptatengsl á erlendum mörkuðum, eins og Eistlandi. Verkefnið stóð svo sannarlega undir slagorðinu: Hreyfanlegt starfsfólk, Hreyfanleg fyrirtæki. Hreyfanleg Evrópa.”

Vincent vareinnig mjög hrifinn. “Ég vildi að allir samstarfsmenn mínir gætu fengið þessa reynslu, að komast í tengsl við aðra menningarheima – ég vona svo sannarlega að SME nái að verða fast verkefni,” segir hann.

Verkefnið er fjármagnað af Áætluninni fyrir atvinnumál og félagslega nýsköpun (e. Programme on Employment and Social Innovation) (EaSI), sem heyrir beint undir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Áætlunin sameinar þrjú verkefni: EURES, PROGRESS og Progress Microfinance.

 

Tengdir hlekkir:

Vefsíða MobiliseSME

Félag Evrópskra Frumkvöðla CEA-PME

TheRightClick.gr

CCVossel

Áætlunin fyrir atvinnumál og félagslega nýsköpun (e. Programme on Employment and Social Innovation) (EaSI)

EURES

PROGRESS

Progress Microfinance

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Nýliðunarstraumar
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.